Úrgangsþjónusta fyrir Borgarbyggð
Consensa fyrir hönd sveitarfélagsins Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í úrgangsþjónustu samkvæmt skilmálum útboðslýsingar. Um er að ræða úrgangsþjónustu sem samanstendur af eftirfarandi þjónustuþáttum:
- Söfnun úrgangs úr ílátum við heimili og stofnanir
- Söfnun úrgangs úr ílátum og gámum sem staðsettir eru á grenndarstöðvum
- Rekstur söfnunarstöðvar
- Leiga á gámum
Undir úrgangsþjónustu samkvæmt skilmálum útboðslýsingar fellur öll meðhöndlun og úrvinnsla úrgangs í samræmi við ákvæði gildandi laga og reglna eins og þær eru hverju sinni.
Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum sem eru aðgengileg á útboðsvefnum á vefslóðinni:
https://tendsign.com/doc.aspx?MeFormsNoticeId=37287&GoTo=Tender
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á útboðsvef eigi síðar en: kl. 12:00 þann 18. desember 2024.
Hafa skal í huga að tilboðfrestir geta tekið breytingum og eru allar slíkar breytingar eingöngu tilkynntar inn á útboðsvefnum og gildir sá tími sem þar er tiltekinn.
Tengdar fréttir
Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.