Við alþingiskosningar laugardaginn 30. nóvember 2024 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir:
Borgarneskjördeild í Hjálmakletti í Borgarnesi
Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Gljúfurár, á Hvanneyri og í Andakíl.
Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00
Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu
Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00
Þinghamarskjördeild í félagsheimilinu Þinghamri, Varmalandi
Þar kjósa íbúar í Stafholtstungum, Norðurárdal, Bifröst og Þverárhlíð.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00
Kleppjárnsreykjakjördeild í íþróttahúsinu á Kleppjárnsreykjum
Þar kjósa íbúar Bæjarsveitar, Lundarreykjadals,
Flókadals, Reykholtsdals, Hvítársíðu og Hálsasveitar.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00
Kjósendur athugi að kjördeildirnar í Borgarnesi og á Kleppjárnsreykjum
loka kl. 22 en aðrar kl. 20.
Kjósendur eru hvattir til að athuga í hvaða kjördeild þeir eiga
að kjósa og hafa persónuskilríki með sér á kjörstað.
Á kosningavef Stjórnarráðs Íslands kosning.is geta kjósendur kannað
hvar þeir eiga að kjósa og þar eru ýmsar upplýsingar varðandi kosningarnar
Á kjördag verður yfirkjörstjórn Borgarbyggðar með aðsetur
í Hjálmakletti í Borgarnesi. Sími formanns er 862-1270.
Yfirkjörstjórn Borgarbyggðar
Tengdar fréttir
Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.